Categories
Óflokkað

Klúbburinn í kvöld kl 18- 19:30

Annar fundur hjá Klúbbnum, sem er æskulýðsstarf fyrir alla krakka í 6.- 8. bekk verður í Kristniboðssalnum í kvöld. Við ætlum að tala saman um traust og svo fáum við góða gesti sem verða með leiki og fjör.

Categories
Óflokkað

Heimsókn frá Noregi á samkomu í kvöld

Hér á landi er nú staddur hópur frá biblíuskólanum Fjellheim í Noregi. Hópur frá skólanum hefur komið hingað á hverju hausti núna nokkur undanfarin ár og tekið virkan þátt í starfi Kristniboðssambandsins, Kristilegu skólahreyfingarinnar og fleiri kristilegra félaga og hópa. Þau munu taka þátt í samkomunni í kvöld með vitnisburðum og söng. Kennarinn þeirra, Jörgen […]

Categories
Óflokkað

Átt þú tíma aflögu?

Á hverjum þriðjudags og föstudagsmorgni kemur saman hópur af fólki allsstaðar að úr heiminum til þess að læra íslensku. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, kristniboði og kennari sér um kennsluna en henni til aðstoðar er hópur sjálfboðaliða. Það má segja að án sjálfboðaliðanna gengi þetta ekki upp því eftir innlögn dagsins er nemendum skipt í hópa eftir […]

Categories
Óflokkað

Fundur hjá Kristniboðsfélagi karla 23. september

Í kvöld kl 20 er fundur hjá Kristniboðsfélagi karla í Kristniboðssalnum. Ræðumaður er Beyene Gelasse sem er fæddur og uppalinn í Konsó í Eþíópíu en hefur verið búsettur hér á landi sl. 20 ár. Allir karla velkomnir

Categories
Óflokkað

Lágmarksmönnun á skrifstofunni á næstunni

Skrifstofa Kristniboðssambandsins er alla jafna opin virka daga kl 9- 16. Vegna fækkunar starfsfólks, leyfa og verkefna annarsstaðar ofl. eru undantekningar þar á, einkum núna til 7. október. Ef ekki svarar á skrifstofunni flyst símtalið sjálfkrafa á Basarinn í Austurveri sem getur sinnt flestum erindum Kristniboðssambandsins. Basarinn er opinn alla virka daga kl 11- 18.