Aukið fjárfarmlag til verkefna í Keníu

posted in: Fréttir, Kenía | 0

Stjórn SÍK ákvað fyrr í mánuðinum að svara játandi þremur beiðnum sem borist hafa vegna verkefna í Keníu. Fjárhagsstaðan er góð m.a. vegna arfs sem SÍK fékk í haust og gott að geta svarað ákallinu játandi:

1. Um ein milljón króna fer til Miskwony Primary School til viðgerða á þaki og öðru sem skemmdist í sterkum vindkviðum sem gengu yfir svæðið í vor. Miskwony er á sléttunni og heyrði undir starfssvæði kristniboðanna í Kongelai. Ekki er unnt að notast við skólastofurnar í núverandi ástandi.

2. Um ein millljón króna fer til að hjálpa heimamönnum að kaupa lóð undir kirkju eða ljúka kirkjubyggingum. Sumar eru á starfssvæði Kongelai (Orolwo) og Chepareria (Lain). Hver söfnuður fær 50-200 þúsund krónur.

3. Um ein milljón króna fer til að hjálpa illa stæðum fjölskyldum á afskekktum svæðum þar sem uppskerubretur varð og ástandið mjög bagalegt. Flestir staðirnir liggja utan Pókotsýslu.