Ásta Bryndís Schram nýr formaður stjórnar Kristniboðssambandsins

Á stjórnarfundi eftir afstaðinn aðalfund SÍK skipti stjórnin með sér verkum. Ásta Bryndís Schram tók við sem formaður stjórnar. Hún starfar sem kennsluþróunarstjóri við Háskóla Íslands og er með Ph. D. gráðu á sviði námskrár, kennslu ogmenntunarsálfræði. Önnur í stjórn eru Guðlaugur Gunnarsson ritari, Hermann Bjarnason gjaldkeri, Kristján S. Sigurðsson varaformaður og Willy Petersen meðstjórnandi. Varamenn eru Sigurður Pálsson og Bryndís Mjöll Schram Reed. Á aðalfundinum gekk sú breyting í garð að fækkað var í stjórninni úr sjö í fimm.