Alfa-námskeið hefst annað kvöld

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Salt kristið samfélag stendur fyrir Alfa-námskeiði sem hefst þriðjudaginn 20. september kl. 18:30 í Kristniboðssalnum. Fyrsta kvöldið er kynningarkvöld og þá geta hugsanlegur þátttakendur mætt til þess að kynna sér námskeiðið og skráð sig ef þeir kjósa að halda áfram. Kvöldið hefst með mat og hálftíma síðar er horft á myndband í um hálftíma, síðan eru umræður í hópum og nmámskeiðslok um kl. 20:15. Myndböndin eru á ensku með íslenskum texta en einnig verður boðið upp á að horfa á námskeiðið á spænsku og vera í spænskumælandi hópi, íslenskum eða enskum. Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur.

Alfa-námskeiðin hafa veirð haldin um víða veröld í rúm 30 ár og notið mikilla vinsælda sem góð kynning á innihaldi kristinnar trúar. Myndböndin sem notuð eru tóku við af fyrirlestrum fyrir um 4 árum en þar er blandað saman viðtölum, frásögum og kynningu á efni kvöldsins. Fjallað er um Jesú, hver hann er, hvers vegna hann er mikilvælgur, starf heilags anda, bænina, Biblíuna og margt fleira. Allir eru velkomnir en þátttaka er ókeypis.