Af götu í skóla

Kristniboðssambandið styður fátæk börn í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Verkefnið kallast Af götu í skóla og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin My sisters (Systur mínar) sjá um verkefnið.

Alma er ein þeirra kvenna sem My sisters hefur stutt. Hún bjargar sér vel núna, er með eigið „fyrirtæki“, selur grænmeti við einfaldar aðstæður á götuhorni rétt við stærsta sorphaug Addis Abeba. Gleðin skín af Ölmu sem er sjálfstæð og getur séð fyrir sér og sínum. Líf hennar hefur breyst mikið. Fyrir nokkrum árum var hún einstæð móðir með lítinn dreng og gat ekki unnið vegna bakverkja. Hún gekk við hækju. Þá fékk hún hjálp frá My sisters. Sonurinn fór í leikskóla samtakanna og litla fjölskyldan fékk fjárhagsaðstoð í þrjú ár sem Alma er þakklát fyrir. Núna er hún ánægð með vinnuna og drengurinn vex og dafnar í skólanum.

Hjálp eins og Alma og sonur hennar fékk er sú hjálp sem Kristniboðssamandið og nokkrir einstaklingar á Íslandi veita. Vilt þú vera með? Hægt er að styrkja eitt barn með mánaðarlegu framlagi, t.d. með því að láta draga af greiðsluskortinu sínu. Það kostar kr. 3.500 að styrkja eitt barn og fjölskyldu þess mánaðarlega. Áhugasamir geta hringt á skrifstofu Kristniboðssambandsins í s. 5334900 eða sent tölvupóst á sik@sik.is.