Af götu í skóla

posted in: Fréttir | 0

Mysisters11Kristniboðssambandið styður fátæk börn í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Það kallast Af götu í skóla og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin My sisters sjá um framkvæmdina. Á vegum samtakanna fá fátækar konur tækifæri til að mennta sig. Námskeið í hárgreiðslu er vinsælt og hafa nemendur fengið störf eftir þátttöku í því. Margar kvennanna eru einstæðar mæður og geta að námi loknu séð fyrir sér og börnum sínum. Aðrar konur geta lært að verða aðstoðarkennarar eða aðstoðarleiksskólakennarar.

Mysisters12My sisters er með dagheimili fyrir börn svo mæður þeirra eða forráðamenn geti unnið. Börnin fá mat og umönnun á dagheimilinu. Þá fá margar fjölskyldur fjárhagsaðstoð á meðan varanleg lausn á vandamálum þeirra finnst. Það er sú aðstoð sem Kristniboðssambandið styður. Hver fjölskylda fær sem nemur um 3500 ísl. kr. á mánuði, allt eftir þörfum. Hægt er að taka þátt og styrkja eitt barn með mánðarlegu framlagi, t.d. með því að láta draga af greiðsluskortinu sínu. Þeir sem vilja vera með geta hringt á skrifstofu Kristniboðssambandsins í síma 5334900. Einnig er hægt að kaupa gjafakort til styrktar Af götu í skóla.

Kristniboðarnir Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Kristján Þór Sverrisson heimsótti samtökin í gær og skrifuðu eftirfarandi á fésbókina: Heimsóttum í gær samtökin My sisters em vinna frábært starf meðal kvenna og barna Addis Abeba. Við hittum m.a. þessi yndislegu börn sem dvelja á dagheimili samtakanna svo mæður þeira geti unnið fyrir sér. Án þessa stuðnings ættu flest þeirra á hættu að lenda á götunni. Ég hvet ykkur tl að kynna ykkur þetta magnaða starf sem m.a. er hægt að styrkja í gegnum Kristniboðssambandið.

Mysisters14 Mysisters13