Af götu í skóla

Kristniboðssambandið styður fátæk börn og konur í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Verkefnið kallast Af götu í skóla og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin My sisters (Systur mínar) sjá um verkefnið.

Ayob litli er árs gamall. Líf hans byrjaði ekki byrlega. Móðir hans eignaðist hann 16 ára gömul og lést þegar hann var tíu daga gamall. Amma hans og 13 ára frændi tóku að sér að sjá um hann. Starfsmaður samtakanna My sisters heimsótti fjölskylduna í haust. Hún býr við mjög slæmar aðstæður og þarfnast sárlega hjálpar. Ayob fékk pláss á dagheimili samtakanna þar sem vel er hugsað um hann. Amma hans hefur nú möguleika á að vinna sér inn einhverja peninga til að geta séð fyrir sér og börnunum. Mörg börn sem eru í svipaðri aðstöðu fá stuðning samtakanna.

Innilegar þakkir til allra sem styðja þetta verkefni Kristniboðssambandsins.