Aðalfundur Kristniboðsfélags kvenna

Aðalfundur Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 14. maí og verður það jafnframt lokafundur vetrarins. Samveran hefst með kaffi kl 16 og fundurinn hefst svo kl. 17. Öllum reglum um sóttvarnir verður fylgt. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.