Categories
Fréttir

Aðalfundur í Noregi

GFNorska kristniboðssambandið (NLM) heldur þessa daga aðalfund sinn í Stafangri. Kristniboðssambandið hefur ætíð verið í náinni samvinnu við NLM á kristniboðsakrinum. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins er fulltrúi SÍK á aðalfundinum eða GF (Generalforsamlingen) eins og fundurinn kallast. Fleiri Íslendingar eru
einnig á fundinum. Um 4000 manns komu á fyrstu samkomuna á þriðjudagskvöldið en reiknað er með 5000 þegar mest verður. Að auki taka 800 börn og unglingar þátt í dagskrá sem er sniðin að þörfum þeirra. Aðalfundinum lýkur á sunnudag með vígslu kristniboða.

Biblíulestrana á morgnana og kvöldsamkomurnar er hægt að sjá í beinni útsendingu á netinu: http://live.norea.no/. Biblíulestrarnir hefjast kl. 9:30 eða kl. 7:30 á íslenskum tíma. Kvöldsamkomurnar hefjast kl. 19 eða kl. 17 á íslenskum tíma. Fleiri hundruð manns hafa fylgst með þessum viðburði á netinu. Allar upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu samtakanna www.nlm.no. Þar eru líka sagðar fréttir af aðalfundinum jafnóðum.