Aðalfundur gekk vel

Aðalfundur SÍK var haldinn miðvikudaginn 10. maí og sóttur af 45 manns. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Engin breyting varð á stjórn SÍK en Sigurður Pálsson kom inn sem annar varamaður í stað Sveins Jónssonar sem ekki gaf kost á sér.

Framkvæmdastjóri kynnti skýrslu stjórnar og fulltrúar aðildarfélaga fluttu skýrslur sömuleiðis af starfi sinna félaga.

Reikningar liðins árs voru með 16 milljón króna halla. Allt útlit er fyrir að í ár verði jafnvægi milli tekna og útgjalda en fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 80 milljónir.

Umræður urðu um starfið og mest um unga fólkið og hvernig SÍK getur virkjað það fyrir málefni kristniboðsins.

Var það mál manna að fundurinn hefði verið góður og uppörvandi.