Þann 14. ágúst sl. voru liðin 125 ár frá fæðingu Ólafs Ólafssonar sem var fyrsti kristnboðinn sem starfaði á vegum Sambands Íslenskra kristniboðsfélaga. Í ár eru einnig liðin 100 ár frá því Ólafur vígðist til kristniboðs og hóf för sína til Kína með viðkomu í Ameríku. Í tilefni af þessum tímamótum verður samkoman nk. miðvikudag, 19. ágúst tileinkuð minningu Ólafs. Margrét Jóhannesdóttir, sonardóttir Ólafs flytur erindi um afa sinn og eiginmaður hennar, Haraldur Jóhannsson hefur hugleiðingu. Sálmavinafélagið flytur tónlist og tekin verða samskot til kristniboðsstarfsins.
Athugið að samkoman verður í Grensáskirkju. Þar er gott pláss og gætt verður að öllum reglum um sóttvarnir