30 daga bænaátak hefst í dag

posted in: Fréttir, Sat 7 | 0

Kristið fólk víða um heim sameinast frá og með deginum í dag í bæn fyrir múslimum en Ramadan, föstumánuður múslima, hefst einmitt núna, 24. apríl og er að þessu sinni á gleðitíma kristinna manna, milli páska og hvítasunnu, þegar við fögnum upprisu Jesú Krists. Með þessu átaki, sem nær alla vega til 40 landa og stendur yfir þá 30 daga sem Ramadan varir, er markmiðið að við sem kristin erum kynnumst betur múslímum og trú þeirra, islam, og biðjum fyrir þeim, að Jesús, sem þeir þekkja sem merkan spámann, opinberi sig þeim einnig sem Drottinn.

Víða er að finna leiðbeiningar um bænastarf þennan tíma og er bent annars vegar á síðuna 30daysprayer.com á ensku og 30dagersbonn.no á norsku, sem NORME, regnhlífasamtök kristniboðssamtaka í Noregi heldur úti. Þar birtast fræðslumolar hvern dag þessa bænamánaðar, tillögur að bænarefnum og bænastarfi. Jafnframt er fólk hvatt til að mæta múslímum í kærleika og vera tilbúið til að tala við þá um trú sína, sé fólk spyrjandi eða leitandi.