Öðru vísi samkoma á miðvikudaginn

Samkoman á miðvikudaginn, þann 29.mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, verður með öðru sniði en venjulega. Samkoman verður óformleg með kaffihúsastemningu. Mikil og góð tónlist mun einkenna samkomuna. Kvennakór KFUK, Ljósbrot, mun syngja og einnig munu systkinin Dagný og Benedikt Guðmundsbörn flytja tónlist. Ræðumaður verður Kristján Þór Sverrisson, kristniboði og starfsmaður Kristniboðssambandsins. Veitingar verða í boði. Notum tækifærið og bjóðum vinum […]

Lesa meira...

Evangelísk-lútherska kirkjan í Vestur-Japan heimsótt

Kristniboðssambandið hefur undanfarin sjö ár haft kristniboða í Japan, þau Katsuko og Leif Sigurðsson. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins dvelur nú í Japan í 12 daga heimsókn til þeirra hjóna og samstarfsfólks, Norðmanna, Finna og Japana. Ragnar prédikaði á sunnudag í kirkjunni á Rokkó eyju, þar sem Leifur og Katsuko búa og starfa. Rokkó eyja er byggð á uppfyllingu fyrir utan […]

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð ber árangur

Háður fíkniefnum en fann von í Kristi.     Hvergi í heiminum er notkun heróíns jafn mikil og í Íran og hvergi deyja jafnmargir af þeim völdum. Hann var fyrirmyndarunglingur og stóð sig vel í íþróttum en hann fann ekki tilgang lífsins. „Ég velti því oft fyrir mér hvers vegna ég hefði fæðst. Ég fann ekki tilganginn þrátt fyrir velgengni […]

Lesa meira...

Biblíuskóli í Afríku

Norska kristniboðssambandið (NLM) rekur fjölskyldubiblíuskóla í Nairóbí í Keníu. Fyrsta námskeiðið hófst í byrjun janúar og lýkur í lok þessa mánaðar. Skólinn kallast „TeFT Familie“ og býður upp á þriggja mánaða námskeið tvisvar á ári. Börnin ganga í norska grunnskólann og einnig er í boði leikskóli fyrir þau yngstu. Fjölskyldurnar fá tvær máltíðið á dag virka daga en sjá að […]

Lesa meira...

Alþjóðleg samkoma miðvikudag

Alþjóðleg samkoma verður miðvikudaginn, 22. mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Samkoman fer fram á bæði ensku og íslensku. Gott tækifæri til að bjóða fólki á samkomuna sem ekki skilur íslensku. Hópurinn House of prayer tekur þátt í samkomunni. Ræðumaður er Beyene Galassie. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Af götu í skóla – ruslahaugur hrynur

Marit Bakke stofnandi samtakanna My sisters (Systur mínar) í Addis Abeba er í stuttri heimsókn í Addis Abeba um þessar mundir. Hún skrifar að fólk í hverfinu sé í miklu áfalli vegna ruslahaugsins Koshe, sem hrundi í síðustu viku og gróf hluta af fátækrahverfi sem þar var. My sisters starfa í þessu hverfi. Nýjustu tölur herma að 113 hafi fundist […]

Lesa meira...

Að vera kona í Arabaheiminum

Hvernig liði þér ef líf þitt væri ákveðið af öðrum í fjölskyldu þinni? Hvernig þætti þér að vera neitað um menntun, frama eða að velja sjálf maka og hafa frelsi til að ferðast? Aðstæður kvenna í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku hafa batnað að einhverju leyti hin síðari ár. Menntun stúlkna hefur aukist og konur í nokkrum löndum taka þátt í stjórnmálum. […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Söngsamkoma verður miðvikudaginn 15. mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Karlakór KFUM syngur. Ræðumaður er Margrét Jóhannesdóttir. Yfirskriftin er: Köllun til þolgæðis (2. Tím. 2). Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.  

Lesa meira...

Mikilvægi útvarps- og sjónvarpskristniboðs

1,5 milljarðar manna geta ekki lesið alla Biblíuna á eigin tungumáli. Útvarps- og sjónvarpskristniboð er því enn afar mikilvægt og ánægjulegt að Biblían er þýdd á æ fleiri tungur. Hægt er að lesa Biblíuna eða hluta hennar á nærri helmingi þeirra 7097 tungumála sem til eru í heiminum. 300 ný tungumál fengu biblíuhluta eða Biblíuna á eigin tungu á árinu […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 6 23