Skógámar

Í yfir 20 ár hefur Kristniboðssambandið haft samstarf við gámastöðvar Sorpu um skósöfnun. Flest ár höfum við getað safnað skóm í þrjá 40 feta gáma sem eru svo sendir til endurnotkunar í öðrum löndum. Kristniboðssambandið fær greitt fyrir hvern svona gám og hafa tekjurnar numið 2-4 milljónum ár hvert. Tökum þátt í því að láta skóna ganga aftur og munum […]

Lesa meira...

Íslenskukennsla SÍK

Það eru sjálfboðaliðar sem bera starf Kristniboðssambandsins uppi. Nú er blessunarríkur vetur að baki í íslenskukennslunni. Konurnar á myndinni eru á meðal þeirra sem mætt hafa trúfastlega í vetur til þess að gera allt klárt í eldhúsinu, sinna barnagæslu, veita einkakennslu í íslensku, stýra söng og margt margt fleira. – Í heildina hafa u.þ.b. 80 útlendingar fengið markvissa kennslu í […]

Lesa meira...

Nýtt Alfa-námskeið

Nýja Alfa-námskeiðið samanstendur af 16 þáttum sem eru flestir í kringum 25 mínútur að lengd. Námskeiðið hentar kirkjum, smáhópum og einstaklingum einstaklega vel til þess að kynna sér grunnatriði kristinnar trúar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Kristniboðssambandsins í síma 533 4900 eða með tölvupósti á kristjan@sik.is Smellið hér fyrir neðan til að sjá þátt úr námskeiðinu. Alfa-10.þáttur 

Lesa meira...

Aðalfundur gekk vel

Aðalfundur SÍK var haldinn miðvikudaginn 10. maí og sóttur af 45 manns. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Engin breyting varð á stjórn SÍK en Sigurður Pálsson kom inn sem annar varamaður í stað Sveins Jónssonar sem ekki gaf kost á sér. Framkvæmdastjóri kynnti skýrslu stjórnar og fulltrúar aðildarfélaga fluttu skýrslur sömuleiðis af starfi sinna félaga. Reikningar liðins árs voru með […]

Lesa meira...

Starfsþjálfun guðfræði- og djáknakandidata

Árlega, þegar vora tekur, kemur hópur guðfræði- og djáknanema í starfsþjálfun á vegum Þjóðkirkjunnar í kynningu og heimsókn til Kristniboðssambandsins. Hópurinn í morgun var óvenjustór eða samtals 13 manns. Kristján Þór Sverrisson kynnti þeim starfið, líf kristniboða og svaraði spurningum. Öll fengu þau bókin Garja og fleira fólk á förnum vegi eftir Gunnar Hamnöy að gjöf, en þar eru frásagnir […]

Lesa meira...

Aðalfundur SÍK 2017

Aðalfundur SÍK, sem áður hefur verið auglýstur, verður haldinn í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, miðvikudaginn 10. maí og hefst kl. 18. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við lög eða samþykktir SÍK. Atvkæðisrétt hafa félagsmenn aðildarfélaga og einstaklingsaðilar sem hafa greitt árgjald liðins árs. Ársreikningar og skýrsla verða afhent á fundinum.

Lesa meira...

Tómasarmessa á sunnudag

Sunnudaginn 30. apríl kl. 20 í Breiðholtskirkju verður síðasta Tómasarmessa starfsvetrarins. Sr. Ragnar Gunnarsson kristniboði og framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins prédikar en yfirskriftin er „Hjálparinn kemur til þín“. Auk þess er á dagskrá fjölbreytt tónlist og fyrirbæn en þrír aðrir prestar og djákni sjá um þjónustuna ásamt leikmönnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Tómasarmessurnar eru samstarfsverkefni SÍK, Kristilegu skólahreyfingarinnar, Breiðholtskirkju, Reykjavíkurpófastsdæmis eystra og […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 6 24