Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 4. október kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Fjallað verður um ofsóknir á hendur kristnu fólki. Ræðumaður er Hermann Bjarnason. Yfirskriftin er: Sælir eru ofsóttir (Matt. 5.10-12). Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Kalli í Ómó Rate

Karl Jónas Gíslason kristniboði er nú við störf í Ómó Rate í Suðvestur-Eþíópíu. Hann hefur verið duglegur að senda fréttir af sér á fésbókina. Áhugasamir geta fylgst með starfi hans þar. Í þessari viku hitti Kalli Yaso. Yaso er eitt þeirra barna sem talið var bölvað og átti að deyja. Gezany, öldungur í Mekane Yesus kirkjunni í Kóró, bjargaði honum. […]

Lesa meira...

Fjellhaug

Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir stundaði nám í biblíuskólanum á Fjellhaug í Noregi í fyrra. Í vetur stundar hún nám við kristniboðaskóla á sama stað. Hér er vitnisburður hennar. Í biblíuskólann á Fjellhaug kemur margt ungt fólk til að einbeita sér heilan vetur sérstaklega að því að kynnast Guði betur og læra að þekkja vilja hans. Þar var ég umkringd kristnu fólki […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma veður miðvikudaginn 27. september kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Gestir samkomunnar verða nemendur og kennari Biblíuskólans Fjellheim í Noregi. Nemendur kynna starf skólann. Ræðumaður er Jörgen Storvoll kennari við skólann. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Söfnuðurinn í Mwino

Kristniboðarnir Fanney Ingadóttir og Fjölnir Albertsson störfuðu í Pókot í nokkrar vikur í sumar. Hér segja þau frá ferð til Mwino. Það tekur fjórar klukkustundir að aka til Mwino frá Kapengúría. Við lögðum að stað rétt eftir klukkan átta um morguninn. Salómon, sonur okkar, varð eftir heima en Susan og tveir af drengjunum hennar, Kevin og Dennis, komu með. Susan […]

Lesa meira...

Námskeið og fyrirlestur um línblæjurnar (líkklæðin) í Torino

Oddvar Søvik, guðfræðingur og fyrrum fríkrikjuprestur í Noregi, er fræðari námskeiðs um Heilagan anda nú um helgina í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð: Föstudagur 22. september kl. 20: Andinn gefur líf Laugardagur 23. september kl. 10: Andinn gefur vöxt Hádegishlé – einfaldur matur á staðnum Laugardagur 23. september kl. 13: Andinn gefur kraft til þjónustu með náðargjöfum Allir eru velkomnir […]

Lesa meira...

Hausthressing í Kristniboðssalnum

Oddvar Søvik frá Noregi er staddur á Íslandi í boði Kristniboðssambandsins. Oddvar hefur starfað sem stúdentaprestur, fríkirkjuprestur og forstöðumaður í áratugi og er eftirsóttur fræðari og prédikari. Hann er höfundur nokkurra bóka m.a. um bæn og starf heilags anda. Bækurnar er hægt að kaupa. Oddvar talaði um bænina á samkomum á miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöld kl 20. Mikil ánægja var með bæði […]

Lesa meira...

Mikilvægt starf í Búlgaríu

Hjónin Gísli og Nora Jónsson starfa í Búlgaríu. Þau eru kristnir ráðgjafar og kennarar. Kristniboðssambandið styður starf þeirra. Hér koma molar úr fréttabréfi frá þeim. Við heilsum ykkur í frelsarans Jesú nafni. Það er ekki í frásögu færandi að við höfum búið í rótgrónu hverfi síðustu 6 árin, í gamalli blokk sem var byggð á árunum 1970-80, en fyrir um […]

Lesa meira...

SAT-7 byrjar útsendingar á skólarás fyrir börn flóttamanna

Nýja rásin heitir SAT-7 ACADEMY og hefjast útsendingar á henni 1. september. Útsendingar verða allan sólarhringinn og námsefnið er á arabísku. Milljónir flóttamanna og barna þeirra munu með þessum útsendingum fá tækifæri til að taka þátt í gagnvirku „skólastarfi“. Talið er að þrettán milljón börn hafi, vegna stríðsátaka, þurft að yfirgefa heimili sín og skóla. Þeir skólar sem ekki eru […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag og fimmtudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 20. sept. kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður verður Oddvar Sövik frá Noregi. Hann talar einnig á samkomu fimmtudagskvöldið, 21. sept. kl. 20 á sama stað. Hann mun tala um bænina bæði kvöldin. Fólk er hvatt til að mæta og taka með sér gesti. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...
1 2 3 4 5 28