Frímerki og mynt

Eins og flestir kristniboðsvinir vita safnar Kristniboðssambandið notuðum frímerkjum, en færri vita kannski að Kristniboðssambandið tekur líka á móti mynt. Myntin má vera í hvaða gjaldeyri sem er. Hvernig væri að taka til í skúffum og dósum og færa kristniboðinu myntina sem víða leynist? Margt smátt gerir eitt stórt. Hvað varðar frímerkin er best að fá umslögin með frímerkjunum á, […]

Lesa meira...

Fullorðnir hlusta á barnaefni

Kristilegi útvarpsþátturinn Poppkorn er fyrir börn og honum er útvarpað til Kína. Komið hefur í ljós að hann er ekki síður vinsæll á meðal fullorðinna.  Kristniboðssambandið hefur í mörg ár kostað þennan þátt sem norska útvarpsstöðin Norea vinnur í samvinnu við Voice of Salvation (Rödd hjálpræðisins) á Tævan. Efni þáttanna er eins konar sunnudagaskóli á öldum ljósvakans með biblíusögum og […]

Lesa meira...

Bænaákall frá starfsfólki Sat-7 í Egyptalandi

Laugardaginn 10. október sl. réðust fulltrúar egypskra yfirvalda inn í kvikmyndaver Sat-7 í Kaíró með heimild til húsleitar. Kvikmyndatökuvélar voru gerðar upptækar sem og  tölvubúnaður til myndvinnslu. Yfirmaðurinn, Farid Samir, var handtekinn og færður til sex klukkustunda langrar yfirheyrslu áður en  hann var aftur látinn laus. Honum hefur nú verið birt ákæra í fjórum liðum sem snýr að rekstri  sjónvarpsútsendinga […]

Lesa meira...

Hungursneyð vofir yfir í Ómó Rate

Karl Jónas Gíslason, (Kalli) kristniboði, er nú að störfum í Ómó Rate í Suður-Eþíópíu ásamt tveimur sjálfboðaliðum, Kristínu Gyðu Guðmundsdóttur og Agli Erlingssyni. Þau hafa verið án netsambands undanfarnar vikur en í dag fréttist af þeim. Þau voru að fara til Bubua en þar voru aðeins konur og börn því karlarnir voru að leita að mat. Hungursneyð virðist vofa yfir. […]

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð

Segir biblíusögur með pensli Barnarásin á Sat-7 sendir út þáttinn Lilla málar. Hann var frumsýndir í sumar í Íran. Areezoo sem býr til þættina vill boða börnum fagnaðarerindið með því að mála og segja frá um leið. Hver þáttur er 20 mínútna langur og tekur fyrir eina sögu úr Biblíunni. Arezoo er með alls konar liti og pensla hjá sér […]

Lesa meira...

Föstudagsklúbburinn

Föstudaginn 2. október verður fyrsti fundur Föstudagsklúbbsins. Föstudagsklúbburinn er starf í Kristniboðssalnum fyrir alla krakka 10 -14 ára. Fundir eru annan hvern föstudag kl. 18- 19:30. Í Föstudagsklúbbnum læra krakkarnir að lesa í Biblíunni, spjalla saman um Guð og lífið og fræðast um kristniboðið. Farið er í leiki, búin til leikrit, brjóstsykursgerð, pizzukvöld, stuttmyndagerð og margt fleira skemmtilegt. Umsjón með […]

Lesa meira...

Fréttir af kristniboðunum í Malí

Sveinn Einar Friðriksson Zimsen, kristniboði í Malí sendi okkur eftirfarandi bréf.  Af okkur er allt gott að frétta, við vorum að koma úr sumarfríi. Við fórum til Keníu og hittum þar vini og samstarfsfólk. Við erum ekki mörg hér í Mali, svo það er frábært að tala við fólk annarstaðar sem er að vinna að sama málefni. Lífið gengur sinn […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Karl Jónas Gíslason kristniboði er nú við störf í Eþíópíu ásamt sjálfboðaliðum. Páll Ágúst Þórarinsson skrifaði eftirfarandi eftir heimsókn til samtakanna My sisters í Addis Abeba. Við heimsóttum samtökin My sisters en Kristniboðssambandið er styrktaraðili þeirra. My sisters eru samtök sem sinna ýmsum verkefnum í nærsamfélagi sínu. Þau verkefni eru margbreytileg en snúa aðallega að börnum og mæðrum þeirra. Þegar […]

Lesa meira...

Hátíð í Konsó

Karl Jónas Gíslason sendir okkur þessar nýju fréttir frá Konsó. Hann er við störf í Eþíópíu ásamt ungum sjálfboðaliðum. Mikil hátíð var haldin þegar 4. útgáfu Nýja testamentisins á konsómáli var fagnað í byrjun september með sérstakri blessunarathöfn. Eftirspurn á Nýja testamentinu hefur verið mjög mikil en alls er búið að prenta 17.500 eintök og af þeim eru 12.500 seld. […]

Lesa meira...

Haustmisseri Biblíuskóla SÍK að hefjast

Haustmisseri Biblíuskóla SÍK hefst með kynningarfundi miðvikudaginn 16. september kl. 18-19. Kynnt verður dagskrá haustmisseris og drög að dagskrá vormisseris. Meginþema haustsins verður Gamla testamentið en þema vorsins verður Nýja testamentið. Kynningin fer fram í kennslustofu í skrifstofuhúsnæði Kristniboðssambandsins, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð. Kennt verður á miðvikudögum kl. 18:00-19:50 frá 23. september til 25. nóvember. Nánari upplýsingar á skrifstofu SÍK, […]

Lesa meira...
1 21 22 23 24 25 27