Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 12. júlí, kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Gestur samkomunnar verður Gunnar Hamnöy frá Noregi. Hann mun segja frá starfi í Keníu. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Gunnar Hamnöy mun einnig taka þátt í kristniboðsmótinu á Löngumýri um næstu helgi ásamt kristniboðunum Katsuko og Leifi Sigurðssyni.

Lesa meira...

Slöngubit og trúföst amma

Gestur á kristniboðsviku í vetur var Nicholas Loyara aðstoðarbiskup frá Pókot í Keníu. Hann sagði frá lífi sínu og starfi á samkomum vikunnar. Hér er vitnisburður hans: Ef ég hefði fylgt vinum mínum væri ég ef til vill dáinn núna. Þeir drukku vín, sumir stungu af og stálu, aðrir fengu alnæmi. Margir þeirra glíma enn í dag við áfengisvanda. Móðir […]

Lesa meira...

Milljón heimili í Grikkland fá Nýja testamentið

 Janet Sewell starfar hjá grísku kristniboðssamtökunum Hellenic Ministries og nýtur fjárhagsstuðnings Kristniboðssambandsins. Í ár fagnar Hellenic Ministries tíu ára afmæli verkefnisins Jósúa. „Jósúa verkefnið“ er árlega átakið okkar í Grikklandi þar sem við dreifum Nýja testamentinu inn á heimili í sveitaþorpum landsins. Markmið verkefnisins er að hvert heimili eignist Nýja testamentið á nútíma grísku. Í ár afhendum við milljónasta Nýja testamentið! Að […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Kristniboðssambandið styður fátæk börn í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Verkefnið kallast Af götu í skóla og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin My sisters (Systur mínar) og Hope for children (Von handa börnum) sjá um verkefnið. Nýlega barst bréf frá stofnanda My sisters, Marit Bakke, sem var nýkomin heim frá […]

Lesa meira...

Löngumýrarmót í sumar

Sumarmót Kristniboðssambandsins að Löngumýri í Skagafirði verður haldið helgina 14.-16. júlí. Kristniboðarnir Katsuko og Leifur Sigurðsson koma ásamt börnum sínum í stutt frí til Íslands í sumar og munu taka þátt í mótinu. Dagskrá mótsins er að venju fjölbreytt og eitthvað við allra hæfi. Lögð verður áhersla á gott og uppbyggilegt samfélag um Guðs orð og kristniboð.   Dagskrá: Föstudagur […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudaginn 21. jún

Samkoma verður í Kristniboðssalnum, svo sem venja er á miðvikudögum, 21. júní kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Ólafur Knútsson, prestur Íslensku Kristskirkjunnar. Yfirskriftin er „Andinn í mér – ávöxturinn.“ Kaffi og meðlæti eftir samkomuna. Allir eru hjartanlega velkomnir, nánar tiltekið í Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.

Lesa meira...

Óhætt í Malí

Anita og Sveinn Einar Friðriksson Zimsen, ásamt börnum sínum og móður Sveins Einars sem var í heimsókn, lentu á sunnudag nánast í hrikalegri skothríð hryðjuverkamanna á ferðamannastað fyrir utan höfuðborgina Bamako þar sem þau voru í helgarfríi. Fjölskyldan, sem var aðskilin þegar skothríðin dundi á svæðinu varð sameinuð í öryggisstöð Sameinuðu Þjóðanna nokkrum klukkustundum síðar og er í öruggu skjóli og […]

Lesa meira...

Sumargjöf til kristniboðsins

Vorið og sumarið er tími vaxtar og grósku. Þó svo aðstæður séu allt aðrar í Afríku er rigningin lífgjafi sem umbreytir ásýnd landsins á örfáum dögum með tilheyrandi ilmi, sem getur minnt á birkiilminn í rigningu á Íslandi. En gróskan er víðar en í náttúrunni. Við sjáum hana í kristniboðsstarfinu. Til þess að kristniboðsstarfið vaxi og gróskan haldi áfram þarf […]

Lesa meira...
1 2 3 4 24