Löngumýrarmót í sumar

Sumarmót Kristniboðssambandsins að Löngumýri í Skagafirði verður haldið helgina 14.-16. júlí. Kristniboðarnir Katsuko og Leifur Sigurðsson koma ásamt börnum sínum í stutt frí til Íslands í sumar og munu taka þátt í mótinu. Dagskrá mótsins er að venju fjölbreytt og eitthvað við allra hæfi. Lögð verður áhersla á gott og uppbyggilegt samfélag um Guðs orð og kristniboð.

 

Dagskrá:
Föstudagur 14. júlí

Kl. 21 Upphafssamkoma í umsjón norðanmanna. Hugleiðing: Katrín Ásgrímsdóttir.

Laugardagur 15. júlí

Kl. 10 Biblíulestur: Skúli Svavarsson.

Kl. 11 Umræður í hópum.

Kl. 17 Kristniboðssamvera. Leifur Sigurðsson segir frá starfi þeirra hjóna í Japan. Fréttir frá kristniboðinu í Eþíópíu og Keníu. Hugleiðing Gunnar Hamnöy.

Kl. 21 Vitnisburðar- og bænasamkoma í umsjón Kristniboðsfélags karla í Reykjavík. Hugleiðing: Bjarni Gíslason.

Sunnudagur. 16. júlí

Kl. 11 Guðsþjónusta í Reynisstaðarkirkju. Sr. Gísli Gunnarsson  þjónar fyrir altari og Leifur Sigurðsson prédikar.

Kl. 14 Kveðjusamkoma. Haraldur Jóhannsson talar.

 

Frekari upplýsingar um mótið fást á skrifstofu Kristniboðssambandsins, Háaleitisbraut 58-60, sími 533 4900, en skráning fer fram á Löngumýri í síma 453 8116.