Jólabasar

Hinn árlegi jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður haldinn laugardaginn 18. nóvember frá kl. 14 í Kristniboðssalnum, Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.

Hægt verður að kaupa kökur, handavinnu, ýmsa muni o.fl.

Happdrættið verður á sínum stað. Einnig verður hægt að fá sér heitt súkkulaði, kaffi og nýbakaðar vöfflur.

Allur ágóði rennur til starfs  Kristniboðssambandsins.