Góð heimsókn frá Færeyjum

posted in: Óflokkað | 0

Þessa dagana heimsækir 11 manna hópur frá Heimamissíóninni í Færeyjum Ísland. Er um að ræða hóp nemenda sem sótt hafa kvöldbiblíuskóla í nokkur ár og ljúka náminu með þessari ferð. Fararstjóri er Bergur Debes  Joensen sóknarprestur. Færeyingarnir bjóða Íslendingum að hitta sig og eiga samverustundir með sér sem hér segir, en þar fyrir utan verða ýmsar samverur á elliheimilum og víðar:

Þriðjudaginn 18. apríl kl. 20: Samkoma í Egilsstaðakirkju.

Miðvikudaginn 19. apríl kl. 20: Samkoma í Eskifjarðarkirkju.

Fimmtudaginn 20. apríl Samkoma í Norðfjarðarkirkju, Neskaupsstað.

Mánudaginn 24. apríl kl. 20: Samkoma í Kristniboðssalnum.

Þriðjudaginn 25. apríl kl. 20: Samkoma í kirkjunni, Höfn í Hornafirði.

Miðvikudaginn 26. apríl kl. 20. Samkoma í Seyðisfjarðarkirkju.

Einnig tekur hópurinn þátt í guðsþjónustum á sunnudag, 23. apríl, á höfuðborgarsvæðinu: Í Grensáskirkju kl. 11, Kristskirkju kl. 13 og Lindakirkju kl. 20. Færeysk guðsþjónusta verður í Bessastaðakirkju kl. 16.

Allir eru hjartanlega velkomnir.