Frá Ragnari Gunnarssyni í Pókot

Á leið frá Embo Asis komum við við í Kapkoris, vinasókn Akureyrarkirkju sem hefur m.a. stutt þessa og tvær aðrar kirkjubyggingar í sókninni. Kærar þakkir til Svavar Alfreð Jónsson og hans fólks. Dugmikið fólk en aðeins hluti safnaðarins viðstandur, enda mánudagur. Eitthvað þarf annars að bæta heimavistaraðstöðuna í Embo Asis, 87 stúlkur í einum sal sem er 135 fm, ena 1,5 fm á hverja fyrir sig. Í Kokwokalia (þar sem samið var um frið) er grunnskóli, fyrsta árið í framhaldsskóla og svo þessi grunnur að kirkju. Kostar svona 1% af íslenskri kirkju en söfnuðurinn er ekki fjölmennur enn sem komið er. Skólinn er Kalia Primary School. Nemendur 333 og er einn af um 100 grunnskólum sem kirkjan hefur tekið þátt í að byggja með aðstoð m.a. Samband íslenskra kristniboðsfélaga SÍK Norsk Luthersk Misjonssamband, Norad og fleiri.

Emboasis

Emboasis

Emboasis