Reykjavíkurmaraþon – heitum á okkar mann

Hlauptu til góðs Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19. ágúst. Kristniboðssambandið er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hlaupa má fyrir og heita á í maraþoninu. Skráning í maraþonið stendur yfir á síðunni marathon.is. Þátttakendur geta valið á milli sex vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig. Hlauparar eru hvattir til að skrá Kristniboðssambandið sem sitt góðgerðarfélag. Einn […]

Lesa meira...

Fátækum konum hjálpað til sjálfshjálpar

Kristniboðssambandið styður fátæk börn í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Verkefnið kallast „Af götu í skóla“ og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin „My sisters“ (Systur mínar) og „Hope for children“ (Von handa börnum) sjá um verkefnið. Samtökin My sisters bjóða bjóða konum upp á hárgreiðslu- og leikskólakennaranám. Nýlega útskrifuðust 12 […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 2. ágúst kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Kristniboðarnir Katsuko og Leifur Sigurðsson verða gestir samkomunnar. Sagt verður frá starfinu í Japan. Ræðumaður er Haraldur Jóhannsson. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Kristniboðssambandið styður menntun barna flóttamanna

Miklir erfiðleikar steðja að börnum og ungmennum í Mið-Austurlöndum vegna stríðsátaka. Meira en 13 milljónir barna (40% þeirra sem eru á skólaaldri) í Sýrlandi, Írak, Jemen, Líbýju og Súdan geta ekki sótt skóla vegna átaka. Mörg þeirra eru innilokuð á svæðum þar sem skólar og heimili eru rústir einar. Önnur hafa flúið heimkynni sín. Án menntunar eiga þessi börn ekki […]

Lesa meira...

Fréttir frá kristniboðunum í Pókot

Kristniboðarnir Fanney Ingadóttir og Fjölnir Albertsson eru nú að störfum í nokkrar vikur í Pókot í Keníu. Fjölnir sendi þetta bréf þar sem hann segir frá ferð til Turkana, nágrannaþjóðflokks Pókot: Ég fékk tækifæri til að heimsækja lúthersku kirkjuna í Turkana dagana 30. júni til 2 júli. Með í för voru aðstoðarbiskup (Nicholas Loyara), framkvæmdastjóri biskupsdæmisins (Edwin P.) og prédikarinn […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 12. júlí, kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Gestur samkomunnar verður Gunnar Hamnöy frá Noregi. Hann mun segja frá starfi í Keníu. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Gunnar Hamnöy mun einnig taka þátt í kristniboðsmótinu á Löngumýri um næstu helgi ásamt kristniboðunum Katsuko og Leifi Sigurðssyni.

Lesa meira...

Slöngubit og trúföst amma

Gestur á kristniboðsviku í vetur var Nicholas Loyara aðstoðarbiskup frá Pókot í Keníu. Hann sagði frá lífi sínu og starfi á samkomum vikunnar. Hér er vitnisburður hans: Ef ég hefði fylgt vinum mínum væri ég ef til vill dáinn núna. Þeir drukku vín, sumir stungu af og stálu, aðrir fengu alnæmi. Margir þeirra glíma enn í dag við áfengisvanda. Móðir […]

Lesa meira...
1 2 3 18