Author Archives: Kristín Bjarnadóttir

Sjónvarpsstöðin Sat-7 fær aðgang að nýjum gervihnetti

Kristilega gervihnattasjónvarpsstöðin Sat-7 á farsi (persnesku) sendir nú út beint á Yahsat, vinsælasta sjónvarpsgervihnetti í Íran. Tíu milljón heimili af 20 milljónum, sem hafa aðgang að gervihnattasjónvarpi, horfa á Yahsat. „Þetta hefur verið draumur okkar í mörg ár þar sem vinsældir Yahsat aukast stöðugt og við munum ná til mjög margra nýrra áhorfenda í Íran og í Mið-Asíu,“ segir framkvæmdastjóri […]

Lesa meira...

Kynþáttahatur í Afríku

Það kemur mörgum á óvart að heyra af kynþáttahatri milli þjóða í Afríku. Í vinsælum umræðuþætti á SAT-7 sem ber heitið Bridges (e. brýr) var nýverið til umfjöllunar morð á súdönskum presti í Egyptalandi. Presturinn hét Gabriel Tut Lam og kenndi við skóla sem er ætlaður súdönskum flóttamönnum í Egyptalandi. Hann var barinn til dauða í miðri kennslustund af egypskum […]

Lesa meira...

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Eþíópíu

Stjórn Kristniboðssambandsins ákvað nú í maí að svara játandi neyðarkalli frá Eþíópíu vegna hungursneyðar í Eþíópíu. SÍK leggur til fjármagn, ásamt norskum og dönskum samstarfssamtökum, til að gera Mekane Yesu kirkjunni í landinu betur kleift að bregðast við aðstæðum þar sem þær eru verstar. Skuldbinding SÍK er um 350 þúsund krónur en ef gjafafé fer fram úr því verður það […]

Lesa meira...

Íslenskukennsla í Kristniboðssalnum

Kristniboðssambandið hefur boðið útlendingum ókeypis íslenskukennslu frá haustinu 2015. Námskeiðin fara fram í Kristniboðssalnum tvo morgna í viku. Boðið er upp á barnapössun á meðan á tímunum stendur. Mikill fjöldi útlendinga hefur notfært sér námskeiðin, sumir komið trúfastlega í hverri viku og aðrir komið nokkrum sinnum. Aðstæður fólks eru mismunandi, sumir fá vinnu, aðrir hefja skólanám og enn aðrir fá […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 26. apríl, kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Á samkomunni verður sagt frá íslenskukennslu sem SÍK býður upp á. Yfirskrift samkomunnar er: Líf í ljósi upprisunnar. Ræðumaður er Kjartan Jónsson. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Öðru vísi samkoma á miðvikudaginn

Samkoman á miðvikudaginn, þann 29.mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, verður með öðru sniði en venjulega. Samkoman verður óformleg með kaffihúsastemningu. Mikil og góð tónlist mun einkenna samkomuna. Kvennakór KFUK, Ljósbrot, mun syngja og einnig munu systkinin Dagný og Benedikt Guðmundsbörn flytja tónlist. Ræðumaður verður Kristján Þór Sverrisson, kristniboði og starfsmaður Kristniboðssambandsins. Veitingar verða í boði. Notum tækifærið og bjóðum vinum […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 20