Author Archives: Kristín Bjarnadóttir

Vitnisburður úr stríðinu í Sýrlandi

„Guð er ætíð með okkur“ Shamiram, sýrlenskur flóttamaður, flutti vitnisburð sinn á Sat-7 sjónvarpsstöðinni. Fjölskylda hennar varð vitni að miklum hryllingi, bjó við sára fátækt en lifði af árásir á Aleppó. Allan tímann varðveitti Shamiram trúna. Áður en stríðið skall á gekk allt vel, einnig í upphafi stríðsins. „Líf okkar var nokkuð eðlilegt þegar við bjuggum í Aleppó í byrjun […]

Lesa meira...

Fræðslustund á laugardagsmorgni

Mailis Junatuinen er gestur Kristniboðssambandsins. Hún er frá Finnlandi og hefur verið kristniboði í Japan. Hún hefur einnig unnið mikið með biblíulesefni fyrir hópa. Mailis ætlar að halda fyrirlestur um Job laugardaginn, 14. október, kl. 10 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Allir eru velkomnir á fræðslustundina. Látum þetta berast til annarra.

Lesa meira...

Skólasjónvarp í Mið-Austurlöndum

Sat-7 hóf útsendingar á skólasjónvarpi, SAT-7 ACADEMY í síðasta mánuði. Útsendingar eru allan sólarhringinn og dagskráin fjölbreytt. Strax fyrstu vikurnar fékk stöðin fjölda jákvæðra viðbragða frá áhorfendum. Þrettán milljónir barna eru ekki í skóla í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Skólabyggingar eru ýmist ónýtar, yfirfullar eða ótryggar vegna stríðsátaka. Yfir 50% íbúa í sumum löndum á svæðinu eru ólæsir. Þörfin á fræðslu […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 4. október kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Fjallað verður um ofsóknir á hendur kristnu fólki. Ræðumaður er Hermann Bjarnason. Yfirskriftin er: Sælir eru ofsóttir (Matt. 5.10-12). Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Kalli í Ómó Rate

Karl Jónas Gíslason kristniboði er nú við störf í Ómó Rate í Suðvestur-Eþíópíu. Hann hefur verið duglegur að senda fréttir af sér á fésbókina. Áhugasamir geta fylgst með starfi hans þar. Í þessari viku hitti Kalli Yaso. Yaso er eitt þeirra barna sem talið var bölvað og átti að deyja. Gezany, öldungur í Mekane Yesus kirkjunni í Kóró, bjargaði honum. […]

Lesa meira...

Fjellhaug

Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir stundaði nám í biblíuskólanum á Fjellhaug í Noregi í fyrra. Í vetur stundar hún nám við kristniboðaskóla á sama stað. Hér er vitnisburður hennar. Í biblíuskólann á Fjellhaug kemur margt ungt fólk til að einbeita sér heilan vetur sérstaklega að því að kynnast Guði betur og læra að þekkja vilja hans. Þar var ég umkringd kristnu fólki […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma veður miðvikudaginn 27. september kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Gestir samkomunnar verða nemendur og kennari Biblíuskólans Fjellheim í Noregi. Nemendur kynna starf skólann. Ræðumaður er Jörgen Storvoll kennari við skólann. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...
1 2 3 4 22