Author Archives: Kristín Bjarnadóttir

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Eþíópíu

Stjórn Kristniboðssambandsins ákvað nú í maí að svara játandi neyðarkalli frá Eþíópíu vegna hungursneyðar í Eþíópíu. SÍK leggur til fjármagn, ásamt norskum og dönskum samstarfssamtökum, til að gera Mekane Yesu kirkjunni í landinu betur kleift að bregðast við aðstæðum þar sem þær eru verstar. Skuldbinding SÍK er um 350 þúsund krónur en ef gjafafé fer fram úr því verður það […]

Lesa meira...

Íslenskukennsla í Kristniboðssalnum

Kristniboðssambandið hefur boðið útlendingum ókeypis íslenskukennslu frá haustinu 2015. Námskeiðin fara fram í Kristniboðssalnum tvo morgna í viku. Boðið er upp á barnapössun á meðan á tímunum stendur. Mikill fjöldi útlendinga hefur notfært sér námskeiðin, sumir komið trúfastlega í hverri viku og aðrir komið nokkrum sinnum. Aðstæður fólks eru mismunandi, sumir fá vinnu, aðrir hefja skólanám og enn aðrir fá […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 26. apríl, kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Á samkomunni verður sagt frá íslenskukennslu sem SÍK býður upp á. Yfirskrift samkomunnar er: Líf í ljósi upprisunnar. Ræðumaður er Kjartan Jónsson. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Öðru vísi samkoma á miðvikudaginn

Samkoman á miðvikudaginn, þann 29.mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, verður með öðru sniði en venjulega. Samkoman verður óformleg með kaffihúsastemningu. Mikil og góð tónlist mun einkenna samkomuna. Kvennakór KFUK, Ljósbrot, mun syngja og einnig munu systkinin Dagný og Benedikt Guðmundsbörn flytja tónlist. Ræðumaður verður Kristján Þór Sverrisson, kristniboði og starfsmaður Kristniboðssambandsins. Veitingar verða í boði. Notum tækifærið og bjóðum vinum […]

Lesa meira...

Evangelísk-lútherska kirkjan í Vestur-Japan heimsótt

Kristniboðssambandið hefur undanfarin sjö ár haft kristniboða í Japan, þau Katsuko og Leif Sigurðsson. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins dvelur nú í Japan í 12 daga heimsókn til þeirra hjóna og samstarfsfólks, Norðmanna, Finna og Japana. Ragnar prédikaði á sunnudag í kirkjunni á Rokkó eyju, þar sem Leifur og Katsuko búa og starfa. Rokkó eyja er byggð á uppfyllingu fyrir utan […]

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð ber árangur

Háður fíkniefnum en fann von í Kristi.     Hvergi í heiminum er notkun heróíns jafn mikil og í Íran og hvergi deyja jafnmargir af þeim völdum. Hann var fyrirmyndarunglingur og stóð sig vel í íþróttum en hann fann ekki tilgang lífsins. „Ég velti því oft fyrir mér hvers vegna ég hefði fæðst. Ég fann ekki tilganginn þrátt fyrir velgengni […]

Lesa meira...

Biblíuskóli í Afríku

Norska kristniboðssambandið (NLM) rekur fjölskyldubiblíuskóla í Nairóbí í Keníu. Fyrsta námskeiðið hófst í byrjun janúar og lýkur í lok þessa mánaðar. Skólinn kallast „TeFT Familie“ og býður upp á þriggja mánaða námskeið tvisvar á ári. Börnin ganga í norska grunnskólann og einnig er í boði leikskóli fyrir þau yngstu. Fjölskyldurnar fá tvær máltíðið á dag virka daga en sjá að […]

Lesa meira...
1 2 3 4 18