Samkoma miðvikudag

augl

Samkoma verður miðvikudaginn, 25. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Sagðar verða fréttir úr starfinu. Ofsóknir gegn kristnum mönnum. Ræðumaður er Skúli Svavarsson. Yfirskriftin er: Áminning til Smyrnu (Opinberunarbókin 2.8-11). Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Alþjóðleg samkoma á miðvikudag

Let us come together!jan17

Samkoma verður miðvikudaginn 18. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Samkoman verður með alþjóðlegu sniði því öll samkoman verður túlkuð yfir á ensku. Gott tækifæri til að bjóða með sér þeim sem ekki skilja íslensku vel. Beyene Galassie talar. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Met slegið í sölu frímerkja og myntar

frimerki

Met var slegið í sölu frímerkja og myntar árið 2016 samkvæmt Jarle Reiersen sem sér um að koma frímerkjum og mynt, sem Kristniboðssambandinu áskotnast, í verð. Seldi hann frímerki fyrir tæplega 3,9 milljónir á árinu og mynt fyrir rúma hálfa milljón. Aukningin í söluverðmæti frímerkjanna er 300 þús. milli áranna 2015 og 2016. Sala myntar jókst um hundrað þúsund krónur. […]

Lesa meira...

Tyrknesku þjóðinni boðað fagnaðarerindið

tyrkland-sat7

Tyrkland hefur verið í fréttum undanfarið venga hinna hroðalegu hryðjuverkaárásar á nýársdag. Kristilega sjónvarpsstöðin Sat7 nær til helming landsmanna í Tyrklandi með fagnaðarerindið. Kristniboðssambandið er samstarfsaðili Sat7. Tyrkland var miðsvæðis við útbreiðslu kristninnar frá upphafi. Páll postuli bjó og starfaði víðs vegar í Tyrklandi en núna eru kristnir íbúar lítill minnihlutahópur í landinu. Það er erfitt að vera kristinn í […]

Lesa meira...

Íslenskukennsla fyrir útlendinga

IMG_0178

Kristniboðssambandið býður upp á ókeypis námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Námskeiðið er á þriðjudögum og föstudögum kl. 10-11.30 á Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Boðið er upp á barnapössun á meðan kennslan fer fram. Kennsla hefst eftir jólafrí þriðjudaginn, 10. janúar. Nýir nemendur velkomnir.

Lesa meira...

Arfur – erfðaskrá

Kristniboðssambandið (SÍK) hefur á undanförnum árum notið þess ríkulega að ýmsir hafa arfleitt SÍK, að hluta eða að öllu leyti, að eignum sínum. Oftast er um að ræða fólk sem á ekki lögerfingja. Ljóst er að án þessarra gjafa hefði SÍK hvorki getað staðið við allar skuldbindingar sínar né fært út kvíarnar. Arfur er fyrir sumum feimnismál og erfitt umfjöllunar. […]

Lesa meira...

Fréttir af kristniboðunum í Japan

Elín, Hannes og Lilja Leifsbörn.

Leifur Sigurðsson og fjölskylda í Kobe senda kristniboðsvinum jóla- og nýárskveðjur. Þeim líður vel í Japan. Leifur skrifar: Hannes er byrjaður í sjötta bekk á sínu öðru ári í Marist Brothers. Hann er ánægður með skólann og hefur eignast marga vini. Enskan hefur hægt og bítandi verið að ná yfirhöndinni. Hann les ennþá nokkuð af bókum á japönsku og íslensku. En […]

Lesa meira...

Tekið við frímerkjum á pósthúsunum

póst

Hendum ekki verðmætum! Notuðum frímerkjum safnað til hjálparstarfs Samband íslenskra kristniboðsfélaga í samstarfi við Póstinn, hefur söfnun á notuðum frímerkjum frá og með 27. desember. Heiti verkefnis er: Hendum ekki verðmætum! Söfnunin stendur til 31. janúar 2017 og er tekið við frímerkjum og umslögum á pósthúsum um land allt. Skorað er á einstaklinga og fyrirtæki að skila notuðum frímerkjum í safnkassa sem eru á öllum […]

Lesa meira...
1 2 3 17