Sumarmót að Löngumýri 19.-21. júlí

Árlegt sumarmót Kristniboðssambandsins á Löngumýri í Skagafirði verður haldið helgina 19.-21. júlí. Dagsrká hefst á föstudagskvöldi og lýkur eftir hádegi á sunnudegi. Þátttakendur geta gist í tjaldi eða inni og snætt eigin mat, eða keypt fæði að öllu leyti eða hluta. Mótið er öllum opið en nánari upplýsingar og dagskrá birtist síðar. Skráning er á Löngumýri en takmarkað rými er […]

Lesa meira...

Aðalfundur SÍK, 15. maí – STARFSSKÝRSLA

Aðalfundur SÍK verður haldinn 15. maí nk. Hann hefst klukkan 18 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, 3. hæð. Stjórnin leggur til eftirfarandi viðbót við samþykktir SÍK, að við 8. grein komi liður c) sem segi: „Verði SÍK lagt niður skulu eignir þess renna til sams konar eða svipaðrar starfsemi.“ Hér gefur að líta starfsskýrslu ársins: Starfsskýrsla SÍK 2019 vefútgáfa

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 8.maí kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Ragnar Gunnarsson segir frá ferð sinni til Keníu og fréttir úr starfinu þar. Hann flytur einnig hugvekju á samkomunni. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Kaffisala 1. maí

Hin árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður haldin miðvikudaginn 1. maí  kl.14-17 í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58-60.  Ágóði af kaffisölunni rennur til kristniboðsins.  Allir eru hjartanlega velkomnir !   (Engin samkoma verður um kvöldið en við bendum á vortónleika Karlakórs KFUM  kl. 20 á Holtavegi 28, miðaverð kr. 2.500).

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoman miðvikudaginn 27. mars kl. 20 er á vegum Kristniboðsfélags kvenna. Þetta verður fjáröflunarsamkoma með fjölbreyttri dagskrá. Karlakór KFUM syngur. Happdrætti með glæsilegum vinningum. Halla Jónsdóttir flytur hugvekju. Kaffi og kræsingar verða í boði eftir samkomuna. Allir eru hjartanlega velkomnir.  

Lesa meira...
1 2 3 43