Góð heimsókn frá Færeyjum

Þessa dagana heimsækir 11 manna hópur frá Heimamissíóninni í Færeyjum Ísland. Er um að ræða hóp nemenda sem sótt hafa kvöldbiblíuskóla í nokkur ár og ljúka náminu með þessari ferð. Fararstjóri er Bergur Debes  Joensen sóknarprestur. Færeyingarnir bjóða Íslendingum að hitta sig og eiga samverustundir með sér sem hér segir, en þar fyrir utan verða ýmsar samverur á elliheimilum og […]

Lesa meira...

Tvær heimavistir byggðar í Embo Asis

Árið 2011 var stofnaður framhaldsskóli á stað sem kallast Embo Asis í Pókothéraði. Embo Asis þýðir heimili sólarinnar eða Sólheimar. Fyrsta árið voru rúmlega 10 nemendur en eru núna rúmlega 200 talsins. Langt er í alla aðra framhaldsskóla en Embo Asis er á sléttu í dal mitt á milli Chepareria og Kongelai, fyrir þá sem til þekkja. Miklu máli skiptir […]

Lesa meira...

Öðru vísi samkoma á miðvikudaginn

Samkoman á miðvikudaginn, þann 29.mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, verður með öðru sniði en venjulega. Samkoman verður óformleg með kaffihúsastemningu. Mikil og góð tónlist mun einkenna samkomuna. Kvennakór KFUK, Ljósbrot, mun syngja og einnig munu systkinin Dagný og Benedikt Guðmundsbörn flytja tónlist. Ræðumaður verður Kristján Þór Sverrisson, kristniboði og starfsmaður Kristniboðssambandsins. Veitingar verða í boði. Notum tækifærið og bjóðum vinum […]

Lesa meira...

Evangelísk-lútherska kirkjan í Vestur-Japan heimsótt

Kristniboðssambandið hefur undanfarin sjö ár haft kristniboða í Japan, þau Katsuko og Leif Sigurðsson. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins dvelur nú í Japan í 12 daga heimsókn til þeirra hjóna og samstarfsfólks, Norðmanna, Finna og Japana. Ragnar prédikaði á sunnudag í kirkjunni á Rokkó eyju, þar sem Leifur og Katsuko búa og starfa. Rokkó eyja er byggð á uppfyllingu fyrir utan […]

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð ber árangur

Háður fíkniefnum en fann von í Kristi.     Hvergi í heiminum er notkun heróíns jafn mikil og í Íran og hvergi deyja jafnmargir af þeim völdum. Hann var fyrirmyndarunglingur og stóð sig vel í íþróttum en hann fann ekki tilgang lífsins. „Ég velti því oft fyrir mér hvers vegna ég hefði fæðst. Ég fann ekki tilganginn þrátt fyrir velgengni […]

Lesa meira...

Biblíuskóli í Afríku

Norska kristniboðssambandið (NLM) rekur fjölskyldubiblíuskóla í Nairóbí í Keníu. Fyrsta námskeiðið hófst í byrjun janúar og lýkur í lok þessa mánaðar. Skólinn kallast „TeFT Familie“ og býður upp á þriggja mánaða námskeið tvisvar á ári. Börnin ganga í norska grunnskólann og einnig er í boði leikskóli fyrir þau yngstu. Fjölskyldurnar fá tvær máltíðið á dag virka daga en sjá að […]

Lesa meira...

Alþjóðleg samkoma miðvikudag

Alþjóðleg samkoma verður miðvikudaginn, 22. mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Samkoman fer fram á bæði ensku og íslensku. Gott tækifæri til að bjóða fólki á samkomuna sem ekki skilur íslensku. Hópurinn House of prayer tekur þátt í samkomunni. Ræðumaður er Beyene Galassie. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...
1 2 3 20