Heimsókn frá Noregi

Í gær kom 9 manna hópur frá biblíuskólanum Fjellheim í heimsókn. Hópurinn dvelur hér fram í lok næstu viku. Um er að ræða átta nemendur og einn kennara. þau munu taka þátt í samkomum og fleiru á vegum Kristniboðssambandsins. Laugardaginn, 24. september kl. 11-13 mun Jörgen Storvoll kenna um 2. Jóhannesarbréf í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Miðvikudaginn, 28. september kl. 18 […]

Lesa meira...

Biblíuskóli SÍK

Í dag, miðvikudaginn 21. september, verður fræðslustund kl. 18 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Fyrirlesturinn nefnist: Getur Guð verið góður í heimi fullum af þjáningu? Kennari er Kristján Þór Sverrisson. Eftir fyrirlesturinn verða umræður. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 21. september kl. 20 í Kristniboðssalnu, Háaleitisbraut 58-60. Samkoman verður alþjóðleg svo það er tilvalið að bjóða með sér fólki sem skilur ekki íslensku. Ræðumaður er Beyene Gailasie. Einnig verður vitnisburður af myndbandi. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Velheppnaðir styrktartónleikar

tonleikar1

Í gær, sunnudag, voru haldnir styrktartónleikar fyrir Sat-7 sjónvarpsstöðina sem Kristniboðssambandið styður. Fjölmargir sóttu tónleikana sem haldnir voru í húsi KFUM og K við Holtaveg í Reykjavík. Margir þekktir og minna þekktir listamenn komu fram og sungu eða spiluðu á hljóðfæri. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á tónleikunum. Keith Reed, sem átti hugmyndina og fékk listafólk í lið með […]

Lesa meira...

Menntun fyrir alla, styrkveiting

Nemendur í Emboasis.

Í gær skrifaði framkvæmdastjóri SÍK undir samning við Utanríkisráðuneytið vegna styrks við verkefnið Menntun fyrir alla – tveir framhaldsskólar í Pókot. Framlag ráðuneytisins er 12,2 milljónir, framlag SÍK 1,5 milljónir og framlag heimamanna hátt í það sama. Fyrir þessa fjármuni á að reisa tvær heimavistir við framhaldsskólann í Emboasis, skrifstofu- og stjórnunarbyggingu fyrir Propoi Girls Secondary School og að styrkja […]

Lesa meira...

Íslenskukennsla fyrir útlendinga

IMG_0163

Kristniboðssambandið mun aftur bjóða upp á ókeypis námskeið í íslensku fyrir útlendinga í vetur. Námskeiðið verður á sama tíma og í fyrra, þ.e.a.s. á þriðjudögum og föstudögum kl. 10-11.30 á Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Námskeiðið hefst þriðjudaginn, 6. september 2016. Boðið er upp á barnapössun á meðan kennslan fer fram. Þörf er á fleiri sjálfboðaliðum til að hjálpa til við […]

Lesa meira...

Barnaþrælkun

Af götu11

Samtökin Von handa börnum (Hope for children) eru starfrækt í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu. Markmið samtakanna er að koma í veg fyrir að börn lendi á götunni eða séu hneppt í barnaþrælkun. Samtökin byggja skóla og félagsmiðstöðvar fyrir börn fátækra foreldra. Barnaþrælkun verður hlutskipti margra götubarna. Í mars á þessu ári frelsuðu samtökin 20 börn úr barnaþrælkun og komu þeim […]

Lesa meira...
1 2 3 14