Biblíuskóli í Afríku

Janne og Rune Mjölhus hafa umsjón með biblíuskólanum í Nairóbí

Norska kristniboðssambandið (NLM) hefur komið á fót biblíuskóla í Nairóbí, höfuðborg Keníu. Skólinn, sem hefur hlotið nafnið „TeFt Familie“, tekur til starfa í janúar 2017. Hvert námskeið er 11 vikur. Hjónin Janne og Rune Mjölhus eru komin til Keníu til að undirbúa skólann. Þau hafa verið kristniboðar í Keníu og Tansaníu í mörg ár. Þau segja í viðtali við Utsyn, […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Cherenet Godana.

Kristniboðssambandið styður börn og fjölskyldur þeirra í Addis Abeba í Eþíópíu í gegnum tvenn samtök, My sisters (Systur mínar) og Hope for children (Von handa börnum). Verkefnið kallast Af götu í skóla. Samtökin Von handa börnum (Hope for children) eru starfrækt í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu. Markmið samtakanna er að koma í veg fyrir að börn lendi á götunni eða […]

Lesa meira...

Íslenskukennsla fyrir útlendinga

IMG_0163

Kristniboðssambandið mun aftur bjóða upp á ókeypis námskeið í íslensku fyrir útlendinga í vetur. Námskeiðið verður á sama tíma og í fyrra, þ.e.a.s. á þriðjudögum og föstudögum kl. 10-11.30 á Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Námskeiðið hefst þriðjudaginn, 6. september 2016. Boðið er upp á barnapössun á meðan kennslan fer fram. Þörf er á fleiri sjálfboðaliðum til að hjálpa til við […]

Lesa meira...

Viltu hjálpa barni?

Af götu í skóla1

 Af götu í skóla Kristniboðssambandið styður um þrjátíu börn og fjölskyldur þeirra í Addis Abeba í Eþíópíu í gegnum tvenn samtök, My sisters (Systur mínar) og Hope for children (Von handa börnum). Verkefnið kallast Af götu í skóla. Talið er að um 60.000-100.000 börn lifi á götum Addis Abeba. Vandamál þeirra eru mörg. Flest hafa ekki aðgang að öruggum næturstað […]

Lesa meira...

Haustmarkaður kristniboðsins

Haustmarkaður 07 005

Hinn árlegi haust- og grænmetismarkaður kristniboðsins verður haldinn laugardaginn 10. september í Kristniboðssalnum. Gjafir eru vel þegnar á markaðinn og eru kristniboðsvinir hvattir til að gefa af uppskeru sinni, sulta, baka eða hafa samband við einhverja sem þeir þekkja og gætu gefið vörur á markaðinn.   Saman getum við gert haustmarkaðinn að góðri tekjulind fyrir kristniboðið. Er næg dregur verður […]

Lesa meira...

Ertu búinn að heita á hlaupara Kristniboðssambandsins?

marathon

Hlaupum til styrktar kristniboðinu eða heitum á hlaupara kristniboðsins. Áheitasöfnun er hafin. Sjá: https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/118/kristnibodssambandid Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst. Enn er hægt að skrá sig í hlaupið. Þátttakendur geta valið á milli sex vegalengda þ.e. maraþon (42,2 km), hálfmaraþon (21,1 km), boðhlaup, 10 km hlaup, 3 km skemmtiskokk og krakkahlaup. Skráning fer fram á síðunni marathon.is. Hlauparar eru hvattir […]

Lesa meira...

Tilgangsríkt líf

Phelps2

Michael Phelps hefur unnið fleiri gullverðlaun á Ólympíuleikum en nokkur annar í sögu leikanna. Að loknum leikunum í London árið 2012 ákvað Phelps að hætta keppni enda búinn að vinna allt sem hægt er að vinna og orðinn 27 ára sem er nokkuð hár aldur fyrir keppnisfólk í sundi. Með fulla vasa fjár naut Phelps ljúfa lífsins í fyrsta sinn […]

Lesa meira...

Fann að hún var elskuð – útvarpskristniboð

Elskuð

Kristniboðssambandið styður útvarpssendingar sem samstarfshreyfing okkar í Noregi, Norea Radio, fjármagnar. Markmiðið er að koma fagnaðarerindinu um Jesú Krist til fólks. Eitt verkefni Norea er hið svokallaða Hönnu-verkefni. Þættirnir Von kvenna ná til kvenna og karla, óháð menningu og félagslegri stöðu í samfélaginu. Hér kemur frásaga af góðum árangri verkefnisins í Eþíópíu.   Í 20 ár lifði hin eþíópska Beltu með skömminni […]

Lesa meira...

Ofbeldi gegn kristnum koptum

Frá umræðuþættinum.

  Kristniboðssambandið lítur á starf kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Sat-7 sem hluta af starfi sínu þar sem SÍK styður Sat-7 fjárhagslega. Sat-7 er gervihnattasjónvarpsstöð sem nær til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Markmiðið er að styrkja og uppörva kristið fólk í þessum löndum. Stöðin sendir út á fimm rásum allan sólarhringinn Ein rásin er á arabísku. Þar er sýndir þáttur í beinni útsendingu sem […]

Lesa meira...

Ég fór að elska hana – útvarpskristniboð

Elskar konu sína

„Þegar mér varð ljóst að konur eru jafn mikils virði og karlar fór ég að elska hana,“ segir Tímóteus frá Eþíópíu. Hjá Ari-þjóðflokknum í Eþíópíu kaupir eiginmaður konu sína. Öldum saman hafa drengir lært að þeir eru meira virði en systur þeirra og stúlkan sem þeir munu kvænast. Konan verður á vissan hátt ambátt á heimilinu. Hún borðar það sem […]

Lesa meira...
1 2 3 13