Posted on

Ljósbrot kemur í heimsókn á söngsamkomu

Annað kvöld , miðvikudaginn 13. nóvember verður samkoma þar sem áhersla verður á mikinn almennan söng og einnig mun kvennakór KFUK, Ljósbrot koma og syngja undir strjórn Keith Reed. Ásta Bryndís Schram, fromaður Kristniboðssambandsins hefur hugleiðingu.

Efti samkomuna er boðið upp á kaffi og meðlæti og því tilvalið að setjast niður og njóta samfélagsins. Allir hjartanlega velkomnir

Posted on

Kaffisala og samkoma á Kristniboðsdaginn

Kristniboðsdagurinn er sunnudaginn 10. nóvember. Samkvæmt venju munu starfsmenn Kristniboðssambandsin heimsækja nokkrar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu til að segja frá starfinu og predika. Í kristniboðssalnum mun Kristniboðsfélag karla halda sína árlegu kaffisölu til styrktar starfinu. Kaffisalan hefst kl 14 og stendur til kl 17. Verð fyrir fullorðna er 2500kr og 1000kr fyrir börn. Þegar kaffisöluni lýkur, eða kl 17, verður svo samkoma í salnum þar sem Bjarni Gíslason, kristniboði og framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kikrjunnar talar og Bryndís Reed mun syngja einsöng við undirleik Keith Reed. Á samkomunni er boðið upp á túlkun yfir á ensku og sunnudagaskóli er fyrir börnin á meðan henni stendur. Allir hjartanlega velkomnir

Posted on

Klúbburinn: Keiluferð

Klúbburinn verður á sínum stað á morgun. Farið verður í keilu í Keiluhöllinni, Egilshöll. Mæting verður kl. 18 við aðalinnganginn að Keiluhöllinni. Boðið verður upp á að hittast kl. 17:00 á skrifstofu Kristniboðssambandsins, 2. hæð, og taka þaðan strætó (nr. 4 frá Miklubraut v/ Kringlu) með Ólafi Jóni og Dagnýju. Foreldrar eru beðnir að boða komu barns síns í strætó og keilu með því að senda tölvupóst á olafur@sik.is og gefa þar með leyfi sitt fyrir ferðinni. Eftir keilu-leikinn eru foreldrar beðnir að sækja börn sín kl. 19:30, Egilshöll.

Við biðjum þátttakendur að greiða 500 kr. fyrir keiluna.

Sími Ólafs Jóns er s. 616 6152 ef þarf að ná í hann á morgun.