Kristniboðsmót í Noregi

UL1

30 íslensk ungmenni halda til Noregs á þriðjudaginn þar sem þau taka þátt í kristniboðsmóti Norska kristniboðssambandsins (NLM). Mótið kallast UL eða Ungdommens landsmöte og er haldið í Randaberg dagana 2.-6. ágúst. Mótshaldarar vonast til að mótið verði hátíð sem hafi áhrif og breyti ungu fólki svo það vilji lifa sem kristnir einstaklingar. Dagskráin er fjölbreytt, samkomur, lofsöngur, smáhópar og […]

Lesa meira...

Reykjavíkurmaraþon – Hlaupum til styrktar kristniboðinu

marathon

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst. Kristniboðssambandið er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hlaupa má fyrir og heita á í maraþoninu. Í fyrra söfnuðu hlauparar tæpum 200 þúsund krónum til kristniboðsins. Skráning í maraþonið er hafin. Þátttakendur geta valið á milli sex vegalengda þ.e. maraþon (42,2 km), hálfmaraþon (21,1 km), boðhlaup, 10 km hlaup, 3 km skemmtiskokk og krakkahlaup. […]

Lesa meira...

Lestrarkennsla í Ómó Rate

Af dasenets4

Kristniboðarnir Karl Jónas Gíslason (Kalli) og Ragnheiður Guðmundsdóttir (Raggý) eru nú við störf í Ómó Rate í Suður-Eþþíópíu. Þau fylgja eftir verkefninu At Dasenets, sem er lestrarkennsla fyrir fullorðna sem hófst fyrir átta árum. Raggý hefur nú lokið öðru námskeiði sínu fyrir lestrarkennara í Ómó Rate. Raggý skrifar eftirfarandi eftir námskeiðið: Á þessu námskeiði voru kennararnir í aðalhlutverki en við: […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

langamyri

Samkoma verður miðvikudaginn 13. júlí kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er:  Að vera vegvísir og vitnisburður. Ræðumaður er Ólafur Jóhannsson. Allir hjartanlega velkomnir.   Minnum á Löngumýrarmótið um helgina. Skráning er á Löngumýri í síma 453 8116.

Lesa meira...

Saga frá Persaflóa – sjónvarpskristniboð

Sat7 ræða

Amir er kristinn maður sem býr við Persaflóann. Þegar hann hugðist gefa nágranna sínum Biblíu hafði hann ekki hugmynd um að kristilegur þáttur á Sat-7 sjónvarpsstöðinni hafði undirbúið jarðveginn fyrir hann. Amir var kvíðinn þegar hann nálgaðist heimili kunningja síns. Hann velti því fyrir sér hvaða afleiðingar það gæti haft að gefa Dodu Biblíu. Var það rétt af honum? En […]

Lesa meira...

Kalli og Raggý í Eþíópíu

Kalliskírn3

Þegar Kalli var að störfum í Ómó Rate í haust, ásamt sjálfboðaliðunum Agli og Kristínu Gyðu heimsóttu þau gamla konu sem heitir Alemayuh. Nú er Kalli aftur komin til Ómó Rate ásamt eiginkonu sinni, Raggý. Þau bjuggu og störfuðu þar í nokkur ár. Í dag skírði Kalli dætur og barnabörn gömlu konunnar sem hann hitti í haust. Fjórir fullorðnir og […]

Lesa meira...

Löngumýrarmót 15.-17. júlí

langamyri

Kristniboðsmót á Löngumýri í Skagafirði 15.-17. júlí 2016 Sumarmót Kristniboðssambandsins að Löngumýri í Skagafirði verður haldið helgina 15.-17. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. Lögð verður áhersla á gott og uppbyggilegt samfélag um Guðs orð og kristniboð.   Dagskrá:  Föstudagur 15. júlí Kl. 21.00 Upphafssamkoma í umsjón Norðanmanna. Hugleiðing: sr. Jón Ómar Gunnarsson. Laugardagur 16. júlí. Kl. 10,00 Biblíulestur, Skúli […]

Lesa meira...

Lestrarkennsla í Ómó Rate

Raggy3

Kristniboðarnir Karl Jónas Gíslason (Kalli) og Ragnheiður Guðmundsdóttir (Raggý) eru nú við störf í Ómó Rate í Suður-Eþþíópíu. Þau fylgja eftir verkefninu At Dasenets, sem er lestrarkennsla fyrir fullorðna sem hófst fyrir átta árum. Þegar þau heimsóttu bæinn Kabusia hittu þau kennara sem kenna fullorðnum lestur samkvæmt verkefninu Af Dasenets. Kennararnir vildu gjarnan fá námskeið til að hressa við kunnáttu sína. […]

Lesa meira...

Kristilega sjónvarpsstöðin Sat-7

SyriaDishesandChurchx

Kristilega sjónvarpsstöðin Sat-7, sem sendir út dagskrá allan sólarhringinn á fimm rásum til Mið-Austurland og Norður-Afríku, fær fjöldann allan af viðbrögðum frá áhorfendum sínum. Hér eru kveðjur frá fólki í Íran: Ég bið Guð að blessa ykkur fyrir mikilvægt starf ykkar og mig langar að hvetja ykkur til að halda því áfram. Vinsamlegast biðjið fyrir okkur sem erum kristin í […]

Lesa meira...
1 2 3 12